Fréttir

11.2.2010

Björgunarstarf á Haítí var fundarefni hjá okkur

Fræðsla í máli og myndum

Björgunarsveitarfólki verður seint fullþakkaðOlafur-Loftsson

Ólafur Loftsson fræddi okkur í máli og myndum um björgunarstörf alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haítí nú í janúar sl.

Erfitt er að gera sér í hugarlund það verk sem sveitin vann og það sálarstríð sem hefur fylgt í kjölfarið og geta myndir og mál aðeins sagt þar hálfa söguna.

Við erum heppin að hafa á að skipa góðum björgunarsveitum á Íslandi og verður þeim seint fullþakkað fyrir þeirra störf í almannaþágu.