Fréttir

4.2.2010

Við eigum að skoða fæturna á okkur reglulega

Flest fótamein eru áunnin

Fengum fræðslu um líkþorn og inngrónar neglurAudur-og-Gudbjorg

Í kvöld komu til okkar Auður Ósk Ingimarsdóttir, fótaaðgerðafræðingur og tanntæknir og Guðbjörg Hafsteinsdóttir, fótaaðgerðafræðingur, sjúkraliði og svæðanuddari.

Þær stöllurnar fræddu okkur fótamein af ýmsu tagi og lögðu áherslu á rétt val af skóm.  Flest fótamein eru áunnin og er nauðsynlegt að fylgjast vel með fótunum á sér.  Mælt er með því að fara að minnsta kosti einu sinni á ári og láta skoða á sér fæturna.  Einnig er mælt með því að nota skó ekki lengur en einn dag í senn þannig að þeir nái að þorna vel á milli notkunar.

Í lok fundar fengum við gefins poka sem innhélt ýmsan fróðleik um fætur og fótaumhirðu ásamt sýnishornum af kremum og smyrslum þannig að við getum gengið betur.