Heimsókn til Íslenska Gámafélagsins
Handhafi Kuðungsins, umhverfisverðlaunaUmhverfisráðuneytisins
Framtíð Íslenska Gámafélagsins er björt
Á síðasta fundi fengum við að koma í heimsókn í höfuðstöðvar Íslenska Gámafélagsins þar sem félagi okkar Gísli B. Ívarsson var með sitt starfsgreinarerindi.
Gísli tók vel á móti okkur og bauð upp á mat, drykk og fróðleik um hvað íslenska Gámafélagið hefur upp á að bjóða og hver það ætlar sér að komast.
Íslenska Gámafélagið er handhafi Kuðungsins, umhverfisverðlauna Umhverfisráðuneytisins, en þá viðurkenningu fékk fyrirtækið fyrir þriggja tunnu sorpflokkunarkerfi og breytingar á bifreiðum þannig að hægt sé að keyra þær á metangasi. Íslenska Gámafélagið er langt komið í því að innleiða hjá sér ISO14001 umhverfisstaðal. Íslenska Gámafélagið ætlar sem að verða sjálfbært um umhverfisvænt eldsneyti innan tveggja ára.
Gísli útskýrði fyrir okkur út á hvað þriggja tunnu flokkunin gengur og sagði okkur af því hvaða sveitarfélög hafa nú þegar tekið upp þannig flokkun. Einnig fengum við mjög greinargóða lýsingu á breytingum um bílum þannig að þær geti gengið á metangasi.
Í náinni framtíð ætlar Íslenska Gámafélagið að setja upp endurvinnsluþorp í Gufunesi, en þar er ætlunin að bjóða aðilum að vera sem starfa í græna geiranum og vinna að umhverfismálum.
Framtíð Íslenska Gámafélagsins er björt