Fréttir

26.1.2010

Næsti fundur verður hjá Íslenska Gámafélaginu

Starfsgreinarerindi Gísla B. Ívarssonar

Sorphirða, flokkun og endurvinnsla

Vakin er athygli á því að næsti fundur okkar verður ekki í safnaðarheimili kirkjunnar eins og áður heldur hjá Íslenska Gámafélaginu ehf, Gufunesvegi, þar sem Gísli B. Ívarsson mun verða með sitt starfsgreinarerindi.

Gaman væri að sjá ykkur sem flest en staðsetningin er í Gufunesi í Grafarvogi þar sem Áburðarverksmiðjan var á árum áður, en annað kennileiti er að þetta er við hliðina á Sorpu. 

Reiknað er með mætingu á sama tíma og venjulega og vonast til þess að hægt sé að fara í smá göngutúr um kl. 18:30 eða svo út á verkstæði og í flokkunarskemmu Íslenska Gámafélagsins.  Fólk er kvatt til þess að klæða ykkur eftir veðri því það er ekki of hlýtt í flokkunarskemmunni og við þurfum að fara á milli húsa. 

Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna