Fréttir

21.1.2010

Fræðsla um skiptinema á vegum Rotary á fundi 21. janúar 2010

Gestir voru Hanna María, Ester, Melkorka, Þóra og Anna Margrét

Áhugaverður fyrirlestur um starfsemi æskulýðsnefndar Rótarýs

Við fengum í kvöld áhugaverðan fyrirlestur um starfsemi æskulýðsnefndar Rótarýs. 

Á fund okkar fengum við sem gesti m.a. Hönnu Maríu Siggeirsdóttur formann æskulýðsnefndar Rótrýs, Ester Ösp Valdimarsdóttur og Melkorku Rán Ólafsdóttur frá Rotaract, og Þóru M. Þórarinsdóttur frá Rkl. Borgir í Kópavogi  og Önnu Margréti dóttur hennar.  Til viðbótar þessum gestum var Steinar Friðgeirsson með gest með sér á fundinum.

Hanna María, Ester og Melkorka fóru vel yfir skyldur og reglur sem fylgja þvi að vera með skiptinema á vegum Rotary en Melkorka og Esther hafa báðar verið skiptinemar.  Einnig Anna Margrét dóttir Þóru.

Tveir erlendir skiptinemar á vegum Rotary eru á Íslandi í dag.  Annar þeirra, Rafael Borges frá Brasilíu. er á vegum Rkl. Árbæjar.  Lögð er áhersla á að erlendir skiptinemar á vegum Rotary fái að vera virkir í starfi þess klúbbar sem ber ábyrgð á þeim.