Fréttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur upp á margt að bjóða
Rósa Signý Gísladóttir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands var fyrir lesari 14. janúar 2010
Hefur upp á margt að bjóða fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Rósa Signý Gísladóttir, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var fyrirlesari hjá okkur á síðasta fundi. Rósa Signý fór í grófum dráttum yfir þá þjónustu sem í boði er hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi. Nýsköpun er forsenda fyrir fjölbreytni íslensks atvinnulífs og undirstaða sterkrar samkeppnisstöðu þess.
Höfuðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Reykjavík eru í Grafarvogi á Keldnaholti. Einnig er starfsemi á sjö öðrum stöðum á landinu.
Rósa Signý hvetur félaga til þess að leita sér leiðsagnar og upplýsinga á vef Nýsköpunarmiðstöðvar. www.nmi.is