Fréttir

8.1.2010

91% mæting á fyrsta fund ársins

Tveir nýir félagar og Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna

 

Nyir-felagar-7.-januar

Sérlega góð mæting var á fyrsta Rotary fund ársins þar sem teknir voru inn tveir nýir félagar, þau Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir og Jón Óli Sigurðsson.  Rétt er að óska þessu nýju félögum innilega til hamingju.

 Brynhildur-Davidsdottir

Á fundinn mætti með fyrirlestur Brynhildur Davíðsdóttir dósent í Umhverfis- og auðlindarfræðum við Háskóla Íslands .  Brynhildur var með fyrirlestu um Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Kaupmanna nýverið.  Brynhildur var stödd þar með tuttugu meistaranemum í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. 

Fyrirlestur Brynhildar var áhugaverður og útskýrði margt sem fram kemur í umfjöllun um loftlagsmál.