Fréttir
91% mæting á fyrsta fund ársins
Tveir nýir félagar og Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
Sérlega góð mæting var á fyrsta Rotary fund ársins þar sem teknir voru inn tveir nýir félagar, þau Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir og Jón Óli Sigurðsson. Rétt er að óska þessu nýju félögum innilega til hamingju.
Á fundinn mætti með fyrirlestur Brynhildur Davíðsdóttir dósent í Umhverfis- og auðlindarfræðum við Háskóla Íslands . Brynhildur var með fyrirlestu um Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Kaupmanna nýverið. Brynhildur var stödd þar með tuttugu meistaranemum í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Fyrirlestur Brynhildar var áhugaverður og útskýrði margt sem fram kemur í umfjöllun um loftlagsmál.