Fréttir

7.1.2010

Hátíðartónleikar Rótarý

Hátíðartónleikar Rótarý 2010

Eins og mörg undanfarin ár fagna Rótarý félagar nýju ári með hátíðar­tónleikum

Eins og mörg undanfarin ár fagna Rótarý félagar nýju ári með hátíðar­tónleikum.   Listamennirnir sem fram koma eru tveir frábærir ungir píanóleikarar, þeir Víkingur Heiðar Ólafsson og  Ran Dank.  Munu þeir leika fjórhent á píanó.
Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 8. janúar nk. kl. 20:00 og að venju í Salnum í Kópavogi.

Að tónleikunum loknum um kl. 22:00 , munum við hittast prúðbúin í Turninum Smáralind á 20. hæð  á barnum. Þar fáum við létt snarl  í gogginn með tilheyrandi og tónlistarandinn svífur yfir vötnunum.

Vegna náinna tengsla okkar við Rótarýklúbb Garðabæjar er sérstaklega ánægjulegt  að nokkrir félagar úr þeim klúbbi munu verða með okkur í Turninum.

Skemmtinefnd óskar ykkur góðrar skemmtunar og gleðilegs árs.