Fréttir
Hátíðartónleikar Rótarý
Hátíðartónleikar Rótarý 2010
Eins og mörg undanfarin ár fagna Rótarý félagar nýju ári með hátíðartónleikum
Eins og mörg undanfarin ár fagna Rótarý félagar nýju ári með hátíðartónleikum. Listamennirnir sem fram koma eru tveir frábærir ungir píanóleikarar, þeir Víkingur Heiðar Ólafsson og Ran Dank. Munu þeir leika fjórhent á píanó.
Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 8. janúar nk. kl. 20:00 og að venju í Salnum í Kópavogi.
Að tónleikunum loknum um kl. 22:00 , munum við hittast prúðbúin í Turninum Smáralind á 20. hæð á barnum. Þar fáum við létt snarl í gogginn með tilheyrandi og tónlistarandinn svífur yfir vötnunum.
Vegna náinna tengsla okkar við Rótarýklúbb Garðabæjar er sérstaklega ánægjulegt að nokkrir félagar úr þeim klúbbi munu verða með okkur í Turninum.
Skemmtinefnd óskar ykkur góðrar skemmtunar og gleðilegs árs.