75 ára afmæli klúbbsins
Var stofnaður 13. september 1934
Fyrstu tilraunir til stofnunar rótarýklúbbs hér á landi munu hafa verið gerðar árið 1920 eða 1921 frá Rótarýklúbbnum í Hull í Englandi. Voru tilmæli um það borin upp við Asgrím Sigfússon útgerðarmann í Hafnarfirði. En hvorttveggja var, að því var lítt fylgt eftir frá Hull og Ásgrímur taldi öll tormerki á að stofna klúbb í Hafnarfirði. Þar voru hvorki samkomuhús né veitingastaðir til. Það kom hins vegar í hlut Hafnfirðings að standa að stofnun fyrsta klúbbsins 1934 - í Reykjavík.
Knud Zimsen, sem fæddist í húsi Bjarna riddara í Hafnarfirði 17. ágúst 1875, fv. borgarstjóri í Reykjavík var fenginn til að standa að stofnun rótarýklúbbs á Íslandi að áeggjan Ludvig Storr sem var danskur ræðismaður í Reykjavík. Hann hafði fengið fyrirspurn frá félögum í Rótarýklúbbi Kaupmannahafnar um möguleika á að stofna rótarýklúbb á Íslandi. Með honum í undirbúningshópi voru Ragnar H. Blöndal kaupmaður og K. Mikkelsen lyfsali og meðlimur í Rótarýklúbbi Kaupmannahafnar.
Var efnt til veizlufagnaðar þ. 11. september að Hótel Borg, þar sem boðnir voru einir 30 menn, er þeir þremenningarnir höfðu valið til að kynna þeim rótarýfélagsskapinn og til athugunar um stofnun klúbbs í Reykjavík. Zimsen var veizlustjóri, en þeir Danirnir kynntu mönnum rótarýfélagsskapinn. Tveim dögum síðar var efnt til stofnfundar. Varð mem hluti þeirra manna, sem í veizlunni höfðu verið, hlynntir stofnuninni. Var klúbburinn þannig stofnaður 13. september 1934 með rúmlega 20 félögum.
Fannst undirbúningsnefndinni sá ljóður helzt á, að tiltölulega fátt framsóknarmanna og jafnaðarmanna, þeirra er boðnir höfðu verið á kynningarkvöldið, gerðust þátttakendur. Á stofnfundinum voru samþykkt lög klúbbsins, er Zimsen hafði aðallega undirbúið, og kosin fyrsta stjórn klúbbsins með Zimsen sem formanni. Fyrstu fundirnir voru haldnir í Hótel Borg, en síðan flutti klúbburinn fljótlega yfir í Tjarnarkaffi og hafði fundi sína þar mörg fyrstu árin.
Lesa má nánar um sögu klúbbsins með því að smella á "Saga klúbbsins" hé til vinstri.