Fréttir

18.12.2017

Niðjafundur 27. desember kl. 12

Miðvikudaginn 27. desember verður fundur í hádeginu og er það svokallaður Niðjafundur fyrir 14 ára og yngri. Snæddur verður kjúklingur og franskar og ís í eftirrétt. Jólasveinninn kemur í heimsókn og syngur með börnunum og þau ganga með honum í kringum jólatréð. Jón Karl Ólafsson félagi okkar mun spila á píanóið fyrir söng.