Fréttir

15.11.2017

Tosca í íslensku óperunni

Hörpu

Þann 18. nóvember ætlum við að fara saman á Tosca í Íslensku Óperunni.  Dagskráin er létt og óformleg með hóflegum tilkostnaði:

 

1) Mæting kl 18:00 í opnu rými í Hörpuhorni á 2. hæð í Hörpu fyrir þá félaga sem það vilja.  við fáum þar borð og stóla og þar verður hægt að kaupa smurbrauð (1,800 kr/sneiðin) frá Smurstöðinni ásamt konfekti og drykkjum.  Félagar þurfa EKKI að panta eða ákveða fyrirfram hve mikið af smurbrauði þeir vilja, en eru beðnir um að tilkynna til Elísabetar hvort þeir hyggist nýta sér þjónustuna.

 

2) Klukkan 19:00 kemur Guðni Tómasson, tónlistarfræðingur og dagskrárgerðarmaður og talar í 25-30 mínútur um Tosca með tóndæmum og fl.  Þá syngur Egill Árni Pálsson aríu úr verkinu og Eva Þyrí Hilmarsdóttir leikur undir á píanó.  Um það leyti fjölgar í hópnum þar sem þessi kynning er opin öllum sem á sýninguna koma.  RR félögum er að sjálfssögðu í sjálfsvald sett ef þeir vilja sleppa smurbrauðinu og mæta beint á kynninguna rétt fyrir kl 19:00.

 

3) Sýningin hefst svo kl. 20:00.