Fréttir
Umdæmisstjóri Rótarý heimsótti Rótarýklúbb Reykjavíkur
Í dag kom Knútur Óskarsson umdæmisstjóri í heimókn í Rótarýklúbb Reykjavíkur. Fyrst sat hann stjórnarfund og fór yfir helstu áhersluatriði hreyfingarinnar, starfsáætlun og stöðu klúbbsins. Síðan bættist Guðný Jónsdóttir kona hans í hópinn og sátu þau 8. fund starfsársins. Knútur sagði okkur frá hvað ber hæst hjá hreyfingunni og kynnti umdæmisþingið sem verður í Mosfellsbæ 6.-7. október. Bauð hann félaga og maka velkomna á þingið.