Fréttir

20.9.2017

Sigurður Pálsson, félagi okkar, er látinn

Sig­urður Páls­son, rit­höf­und­ur, er lát­inn, 69 ára að aldri. Sig­urður lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í gær eft­ir erfið veik­indi.


Sig­urður fædd­ist 30. júlí 1948 á Skinn­astað í N-Þing­eyj­ar­sýslu. Hann lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík og stundaði frönsku­nám í Tou­lou­se og Par­ís. Þá nam hann leik­hús­fræði og bók­mennt­ir í Sor­bonne. Sig­urður lauk einnig námi í kvik­mynda­sleik­stjórn.

Sig­urður fékkst við ýmis störf í gegn­um tíðina. Hann starfaði meðal ann­ars sem frétta­rit­ari, leiðsögumaður, kenn­ari og vann auk þess við sjón­varp og kvik­mynd­ir. Ritstörf og þýðing­ar ein­kenndu þó að mestu leyti ævi­starf hans. Sig­urður var for­seti Alli­ance Française um skeið og formaður Rit­höf­unda­sam­bands Íslands.

Sig­urður var einn af Lista­skáld­un­um vondu 1976. Fjöl­marg­ar ljóðabæk­ur hafa birst á prenti eft­ir Sig­urð, sú fyrsta kom út 1975 und­ir heit­inu Ljóð vega salt. Ljóðabók­in Ljóð námu völd var til­nefnd til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs árið 1993.

Árið 2007 hlaut Sig­urður hlaut Íslensku bók­mennta­verðlaun­in fyr­ir Minn­is­bók og hafði þá áður verið til­nefnd­ur fyr­ir ljóðabæk­urn­ar Ljóðlínu­skip (1995) og Ljóðtíma­leit (2001). Sig­urður hef­ur einnig ritað skáld­sög­ur og feng­ist við leik­rita­smíð, skrifað sjón­varps- og út­varps­hand­rit og óperu­texta. Ljóðabæk­ur hans hafa verið þýdd­ar á fjöl­mörg er­lend tungu­mál, m.a. búl­görsku og kín­versku. Árið 1994 kom út tví­tyngd út­gáfa ljóða hans hjá Ed­iti­ons de la Dif­férence í Par­ís í þýðingu Ré­gis Boyer, deild­ar­for­seta Skandína­vísku deild­ar Sor­bonne-há­skóla. Stórt úr­val ljóða Sig­urðar í enskri þýðingu árið 2014 und­ir titl­in­um Insi­de Voices, Outsi­de Lig­ht.

Sig­urður hlaut fjöl­marg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín um æv­ina. Hann var val­inn borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur­borg­ar á tíma­bil­inu 1987-1990, var veitt­ur ridd­ara­kross Orðu lista og bók­mennta (Chevalier de l'Or­dre des Arts et des Lettres) af menn­ing­ar­málaráðherra Frakk­lands árið 1990, og Frakk­lands­for­seti sæmdi hann ridd­ara­krossi Frönsku heiðursorðunn­ar (Chevalier l'Or­dre Nati­onal du Mé­rite) árið 2007. Hann hlaut verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar á degi ís­lenskr­ar tungu 2016. Þá veittu Rit­höf­unda­sam­band Íslands og Lands­bóka­safn Íslands Sig­urði Maí­stjörn­una fyr­ir ljóðabók sína Ljóð muna rödd.

Á ný­árs­dag 2017 veitti for­seti Íslands Sig­urði heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta og menn­ing­ar.

Rótarýklúbbur Reykjavíkur kveður góðan félaga og vottar eig­in­konu Sig­urðar, Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir og fjölskyldu samúð.