Fréttir
Ragna Árnadóttir nýr félagi
Starfsgrein Orkuvinnsla
Á 5. fundi starfsársins 6. september gekk Ragna Árnadóttir formlega í Rótarýklúbb Reykjavíkur. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og kemur inn fyrir starfsgreinina ,,Orkuvinnsla“. Ragna hefur mikla reynslu úr opinberri stjórnsýslu og atvinnulífinu og bjóðum við hana innilega velkomna í hópinn.