Fréttir

4.7.2017

Félagi okkar Þórir Jónsson er látinn

Lést þann 1.júlí á Líknardeild Landsspítalans í Kópavogi

Okkur bárust þær sorgarfréttir, að félagi okkar Þórir Jónsson er látinn.  Þórir gekk í Rótarýklúbb Reykjavíkur þann 18.júní 1974 og hafði því verið félagi í 43 ár.  Þórir læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Láru J. Lár­us­dótt­ur, og fjög­ur börn. Við minnumst góðs félaga með söknuði og sendum fjölskyldu Þóris okkar innilegu samúðarkveðjur.

Góðir félagar.

Okkur bárust þær sorgarfréttir, að félagi okkar Þórir Jónsson er látinn. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi 1. júlí síðastliðinn, á nítug­asta og fyrsta ald­ursári. Þórir gekk í Rótarýklúbb Reykjavíkur þann 18.júní 1974 og hafði því verið félagi í 43 ár.

Þórir fædd­ist í Reykja­vík 22. ág­úst 1926, son­ur Jóns Ragn­ars Jóns­son­ar skipa­smiðs og Sig­ríðar Hann­es­dótt­ur verka­konu. Hann lauk námi í bif­véla­virkj­un 1946. Þórir var um­svifa­mik­ill meðal ann­ars í iðnaði, viðskipt­um og íþrótt­um. Þórir stofnaði og rak véla­verk­stæðið Þ. Jóns­son og Co., hann rak um margra ára skeið For­dum­boðið Svein Eg­ils­son og var einn helsti bar­áttumaður stofn­un­ar skipa­fé­lags­ins Bifrast­ar, sem ger­breytti bílainn­flutn­ingi til Íslands. Þá sat hann í stjórn Reykja­prents sem stóð að út­gáfu Vís­is og DV um ára­bil.

Þórir keppti fyr­ir Íslands hönd í svigi og bruni á vetr­arólymp­íu­leik­un­um í St. Mo­ritz árið 1948, fyrstu vetr­arólymp­íu­leik­un­um sem Ísland keppti á. Hann var virk­ur bar­áttumaður framþró­un­ar á aðbúnaði og um­gjörð til skíðaiðkun­ar. Einnig gegndi Þórir ýms­um fé­lags­störf­um; var formaður Bíl­greina­sam­bands­ins, formaður skíðadeild­ar KR, formaður Skíðasam­bands Íslands og fé­lagi í Rótarý­klúbbi Reykja­vík­ur. Þá var hann sæmd­ur heiðurs­stjörnu Skíðasam­bands Íslands og gull­merki KR með lár­viðarsveig fyr­ir störf sín í þágu skíðaíþrótt­ar­inn­ar.

Þórir læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Láru J. Lár­us­dótt­ur, og fjög­ur börn. Við minnumst góðs félaga með söknuði og sendum fjölskyldu Þóris okkar innilegu samúðarkveðjur.