Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar fjallaði um hlutabréfamarkað á Íslandi
Fundur 14.júní 2017
Það var góður fundur í gær. Gestur okkar var Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og hann fræddi okkur um íslenskan hlutabréfamarkað og Kauphöllina. Það var áhugavert að sjá þróun þessa markaðar á síðustu árum og hvernig hann hefur komið til baka eftir hrunið. Hann benti á, að eignarhald er nokkuð samþjappað og m.a. kemur fram, að hlutur einstaklinga er frekar lítill og hefur verið að minnka af heild. Þökkum Páli fyrir frábært erindi.
Við tókum inn tvo nýja félaga á fundinum, þegar Unnur Gunnarsdóttir kom inn fyrir starfsgreinina Fjármálaeftirlit og Elín Hjálmsdóttir kom inn fyrir starfsgreinina Mannauðsstjóri. Það er frábært að fá þær báðar inn og við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í hópinn.
Auk þess var Ágústa Guðmundsdóttir gerð að Paul Harris félaga, fyrir frábær störf í þágu Rótarýklúbbs Reykjavíkur. Hún er vel að þessu komin og við þökkum henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir klúbbinn.