Fréttir
Rótarýsjóðurinn - söfnun gengur vel.
Styðjum áfram við Polio verkefni Rotary International
Þegar hafa 26 félagar brugðist við og safnast hafa í kringum 125.000 krónur
Góðan daginn góðir félagar.
Eins og við höfum rætt á fundum og á þessum miðlum, þá höfum við hafið söfnun í Rótarýsjóðinn og ætlum áfram að styðja við Polio verkefni Rotary International. Eins og alltaf hafa félagar brugðist vel við og þegar hafa safnast um 125.000 krónur. Markmið okkar er að ná a.m.k. 250.000 krónum, svo að betur má ef duga skal. Við stefnum að því að skila af okkur fyrir stjórnarskipti, sem verða í byrjun júlí. Nú þegar hafa 26 félagar brugðist við og meðalgreiðsla er vel yfir því sem miðað var við. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem lagt hafa málinu lið kærlega fyrir framlagið. Þeir sem vilja vera með eru áfram velkomnir. Takk aftur fyrir stuðninginn.