Fréttir
Þorsteinn Víglundsson með starfsgreinaerindi
Fundur þann 7.júní 2017
Þorsteinn fjallaði m.a. um málefni öryrkja, málefni aldraðra, lífeyrismál, húsnæðismál og jafnlaunavottun.
Á fundinum í dag, þann 7.júní flutti félagi okkar, þorsteinn Víglundsson mjög áhugavert erindi um sitt starf sem félags- og jafnréttisráðherra. Eins og við má búast, er í mörg horn að líta. Hann fór aðeins yfir muninn á því að vinna í opinberum geira miðað við almennan vinnumarkað - en allt hefur sína kosti og galla :) Þorsteinn fjallaði m.a. um málefni öryrkja, málefni aldraðra, lífeyrismál, húsnæðismál og jafnlaunavottun. Við þökkum Þorsteini fyrir skemmtilegt og fróðlegt erindi og óskum honum alls hins besta í erfiðu starfi.