Fréttir

30.5.2017

Söfnun í Rótarýsjóðinn

Styðjum áfram við baráttu gegn lömunarveiki

Leggjum til að framlag hvers félaga verði að lágmarki 2.500 krónur, en hvetjum jafnframt félaga til að leggja eins mikið af mörkum og mögulegt er.  Látum áfram til okkar taka í baráttunni gegn lömunarveiki.

Ágætu félagar,

 Stjórn Rótarýklúbbs Reykjavíkur hefur ákveðið, að standa fyrir söfnun meðal félagsmanna klúbbsins í Rótarýsjóðinn.  Stjórnin leggur til, að áfram verði stutt við baráttu gegn lömunarveiki ( Polio ) og eru upplýsingar um þessa baráttu á heimasíðu Rotary International ( http://www.endpolio.org/what-is-polio#Facts) ef félagar vilja kynna sér starfið nánar.  Eins og þið vitið er hér um að ræða frjálst framlag hvers og eins félaga og við erum þakklát fyrir allan stuðning sem þið getið veitt.  Við viljum leggja til að viðmið gæti verið að lágmarki 2.500 krónur á félaga, eins og Umdæmisstjóri Rótarý leggur til.  Ég vil þó ítreka, að hér er um frjáls framlög að ræða og hærri framlög eru mjög vel þegin.  Vinsamlega sendið greiðslur á eftirfarandi reikning: Númer reikningsins er 0101-05-282920 og kennitala klúbbsins er 550888-1499 merkt „Framlag í Rótarýsjóð“.  Stjórn klúbbsins mun koma því sem safnast til Rótarýhreyfingarinnar.  Við erum þakklát fyrir hjálpina.