Fréttir

15.5.2017

Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur

Skemmtun á Sóltúni þann 16.maí, 2017

Húsfyllir og mikil ánægja gesta með tónleika

Frábærir tónleikar voru í boði Rótarýklúbbs Reykjavíkur í Sóltúni á Rótarýdeginum 6.maí.

Húsfyllir var á tónleikunum, þegar Rótarýfélagarnir Sigrún Hjálmtýsdóttir(Diddú) söngkona ásamt Kjartan Oskarsson, dóttur hans Ástu og Guðmundi G. Haraldssyni fluttu undurfallega tónlist fyrir íbúa hjúkrunarheimilisins og gesti þeirra. Jón Karl Ólafsson forseti klúbbsins sagði frá Rótarýhreyfingunni og spilaði hann og söng með Diddú þekkt dægurlög í lokin. Anna Birna Jensdóttir þakkaði þeim komuna, Söngur og spil fyllti gleði í hverja sál sem þarna var. Gleðistund sem færði sumarið í hús í Sóltún þennan fagra vordag. Þvílíkir snillingar, takk fyrir frábæra upplifun og gjöf.