Fréttir

3.5.2017

Páll Imsland, jarðfræðingur fjallaði um Heklugos 1947 - eldvirkni og samfélag

Hádegisfundur þann 3.maí, 2017

Gosið í Heklu 1947 hafði mikil áhrif á eldfjallarannsóknir hér á landi og jók þekkingu manna

Í dag, 3.maí heimsótti okkur Páll Imsland, jarðfræðingur og fræddi okkur um Heklu - áhrif eldgosa á samfélag okkar og ýmis áhugaverð mál. Þetta var mjög áhugavert erindi. Fram kom í máli Páls, að Hekla hefur breytt "hegðun" á undanförnum áratugum. Áður fyrr liðu að jafnaði um 100 ár á milli gosa og þá komu líka stór og mikil gos. Núna í seinni tíð hefur liðið mun skemur á milli gosa og gosin hafa verið minni og styttri. 

Það var í raun Heklugosið 1947 sem breytti mjög rannsóknum á eldgosum og því hvernig unnið er með upplýsingar. Það má segja að þetta hafi verið eitt fyrsta eldgos á Íslandi sem var rannsakað frá byrjun til enda og þetta jók mjög á þekkingu manna. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að betur hefur tekist til við að segja fyrir um upphaf eldgosa og einnig má segja að vinna við almannavarnir hafi hafist á þessum tíma. Páll fullyrðir þó, að Hekla er ólíkindatól og það er erfitt að spá fyrir um upphaf goss í fjallinu. Hann treysti sér þó til þess að spá, að gos myndi ekki hefjast á næstu 20 mínútum eða svo.