Golfmót Rótarý framundan
Verður haldið í Grindavík þann 23.júní n.k.
Innan RR eru margir góðir golfleikarar og við eigum að geta sett saman gott lið - sem að sjálfsögðu hefur það markmið að vinna þetta mót. Upplýsingar um mótið eru hér meðfylgjandi, en það er fyrirhugað í Grindavík þann 24.júní n.k.
Eins og venjan er verður keppt í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta skor (brutto) einstaklinga. Einnig keppt um högg næst holu á öllum par 3 brautum auk þess sem dregið verður úr skorkortum í lokin.
Aðalkeppnin er því þríþætt:
1. Höggleikur án forgjafar, besta skor. Karlar leika á gulum teigum en konur af rauðum. Ein verðlaun eru í boði þám. farandbikar.
2. Punktakeppni með forgjöf. Einstaklingskeppni. Þrenn verðlaun.
3. Punktakeppni með forgjöf. Klúbbakeppni þar sem besta skor tveggja rótarýfélaga í hverjum klúbbi gildir. Þrenn verðlaun þám. farandbikar.
Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar.
Mæting er kl. 09:00 árdegis en kl. 10:00 stundvíslega hefst golfleikurinn og verður ræst út samtímis á öllum teigum. Röðun á teiga, keppnisfyrirkomulag, staðarreglur o.fl. verður greint frá áður en ræst verður út. Hámarksforgjöf karla verður 24 en hjá konum 28.
Að loknum leik verður sameiginlegur málsverður sem er innifalinn í verðinu. Þá verður verðlaunaafhending, dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið árið 2018.
Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku.
Nánari upplýsingar veita:
Steinar Friðgeirsson, gsm. 894-4929, netfang: steinar@red.is
Ragnar Pálsson, gsm. 772-8130, netfang: rpfjallalind@gmail.com
Skúli Jónsson, gsm. 867-2212, netfang: jonssonskuli@gmail.com
Helgi Þór Axelsson, gsm. 825-0021, netfang: helgi@virka.is
Skráning fer fram á www.golf.is en vinsamlegast látið einn ofangreindra félaga úr undirbúningsnefndinni einnig vita með upplýsingum um úr hvaða klúbbi viðkomandi þátttakandi kemur.