Fréttir

26.4.2017

Fundur 26.apríl - Miðstöð íslenskra bókmennta

Hrefna Haraldsdóttir flutti erindi

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Miðstöðvar íslenskra bókmennta kynnti starfsemi miðstöðvarinnar.  Mikill árangur hefur náðst í dreifingu íslenskra bókmennta á undanförnum árum.

Í dag, 26.apríl kom til okkar Hrefna Haraldsdóttir, sem er stjórnandi Miðstöðva íslenskra bókmennta. Meginhlutverk Miðstöðvarinnar er þríþætt, að úthluta styrkjum til útgefenda og höfunda, að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra og að efla bókmenningu á Íslandi. Við höfum náð miklum árangri í þessum málum og íslenskar bókmenntir hafa verið þýddar á um og yfir 40 tungumál. Margir íslenskir rithöfundar eru vel þekktir víða um lönd og þetta hefur reynst þeim mikil hjálp, en einnig góð kynning fyrir land og þjóð. Við óskum Hrefnu og félögum hennar góðs gengis í framtíðinni