Fréttir

16.3.2017

Spilakvöldið mikla næsta miðvikudag - 22.mars, 2017

Félagsvist og gleði

Næsta miðvikudagskvöld verður spilakvöldið mikla haldið á Hótel Sögu. Kvöldið hefst með borðhaldi kl. 19:00.

Spilakvöldið mikla er framundan  !

Næsta miðvikudagskvöld verður spilakvöldið mikla haldið á Hótel Sögu. Kvöldið hefst með borðhaldi kl. 19:00. Benedikt Jóhannesson mun stjórna spilakvöldinu að venju. Maturinn kostar kr. 2.650.- á manninn. Eru félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Eins og alltaf verður spiluð félagsvist. Glæsileg verðlaun, 1. vinningur gjafabréf frá Hótel Rangá. Það er upplagt að koma með börn á aldrinum 12 til 15 ára eða eldri ef því er að skipta. Fjölmörg fín verðlaun verða í boði.

Þið greiðið fyrir ykkur á staðnum. En hótelið vill fá uppgefið hve margir ætla að mæta, þannig að það þarf að skrá sig hjá Elísabetu.