Fréttir

8.2.2017

Páll Flygenring er látinn

Páll Flygenring, verkfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er látinn, 91 árs að aldri.  Páll var virkur félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur 18. maí 1977 þar til um áramótin 2015-2016. 

Páll Flygenring, verkfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er látinn, 91 árs að aldri. Páll var fæddur í Hafnarfirði 17. október 1925. Foreldrar hans voru Ingólfur Flygenring Ágústsson, framkvæmdastjóri og alþingismaður, og Kristín Pálsdóttir Flygenring, húsmóðir. Páll var virkur félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur 18. maí 1977 þar til um áramótin 2015-2016. Þá sagði hann sig úr klúbbnum vegna veikinda.

Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946, fyrrihlutapr...ófi í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1949 og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1952.

Hann sinnti ýmsum verkfræðistörfum í Danmörku, Svíþjóð og hérlendis. Árið 1977 var hann skipaður ráðuneytisstjóri, en því embætti gegndi hann til starfsloka árið 1990. Árið 1989 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Páll kvæntist árið 1949 Þóru Jónsdóttur, ljóðskáldi, fæddri á Bessastöðum á Álftanesi 17. janúar árið 1925. Börn þeirra eru Björn Flygenring, fæddur árið 1953, Kirstín Flygenring, fædd árið 1955 og Elín Flygenring, fædd árið 1957

.