Fréttir
Göngum saman - styrktarfélag
Gunnhilldur Óskarsdóttir flutti erindi um starfsemi félagsins.
Göngum saman er um 10 ára félagsskapur, sem safnar fé, sem nýtt er í grunnrannsóknir á krabbameini. Hafa unnið mikið og gott starf á undanförnum árum.
Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent og formaður styrktarfélagsins „Göngum saman“, heimsótti okkur á fundi í dag og sagði frá starfi samtakanna. Samtökin telja um 500 sjálfboðaliða og meginmarkmið samtakanna er að safna fé sem notað er til grunnrannsókna í krabbameini. Félagið er að verða 10 ára gamalt og hefur á þessu tímabili styrkt um 50 vísindamenn og er styrkupphæð samtals um 70 milljónir króna. Það kom fram í umræðum, að árangur hefur náðst varðandi líflíkur þeirra sem greinast með krabbamein og framlag íslenskra vísindamanna skiptir miklu máli í alþjóðlegu samstarfi. Við óskum samtökunum alls hins besta í framtíðinni, í því mikilvæga starfi sem þau vinna.