Fréttir

3.2.2017

Áslaug Hulda Jónsdóttir, flutti erindi um skóla og fræðslumál

Fundur 1.febrúar - "Menntun og meðalmennska - gerum bara áfram eins og alltaf"

Áslaug Hulda ræddi um þróun í menntakerfinu hér á landi á undanförnum árum.  Auka þarf fjölbreytni í menntakerfinu og fá foreldra og nemendur meira að ákvarðanatöku.  Sjálfstætt starfandi skólar eru mikilvægir, en þeim hefur ekki verið að fjölga og rekstrargrunnur þeirra hefur ekki verið tryggður nægilega vel.

Á síðasta fundi okkar, þann 1.febrúar kom Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla og flutti erindi, sem hún nefndi: "Menntun og meðalmennska - gerum bara áfram eins og alltaf !". Áslaug ræddi um þróun í menntakerfinu á undanförnum árum og hún er ekki sátt við hvernig sú þróun hefur verið. Allar kannanir benda til, að árangur sé ekki að batna, en á sama tíma erum við með eitt kostnaðarsamasta kerfi sem um getur. Kerfið er byggt á gömlum merg, en tekur ekki nægilega mikið tillit til mikilla þjóðfélagsbreytinga, sem við erum óneitanlega að ganga í gegnum. Áslaug vill halda því fram, að auka þurfi fjölbreytni í skólakerfinu og auka aðkomu foreldra og nemenda að ákvarðanatöku. Sjálfstætt starfandi skólar eru mjög fáir og þeim hefur ekki verið að fjölga á undanförnum árum. Miklar umræður spunnust um þetta stóra mál og virtust flestir vera sammála því, að skoða þurfi þessi mál af kostgæfni. Eins og oft, þá tók Hjalmar Jonsson málin saman og komst að kjarna málsins:

Jafnvel þó menntunin fái féð,
framþróun löngum er erfið.
Allt er að breytast, og Áslaug með,
allt - nema skólakerfið.