Fréttir
Sprengju Kata fór yfir efnafræði á mannamáli
Katrín Lilja Sigurðardóttir, aðjúkt við Háskóla Íslands hélt erindi um efnafræði og þátt henar í daglegu lífi
Efnafræði er undirstaða mjög margra starfsgreina. Kennsla fyrir yngri kynslóðir byrjar of seint. Efnafræði er skemmtileg.
Í dag hélt Katrín Lilja Sigurðardóttir mjög skemmtilegt erindi um efnafræði og þátt hennar í daglegu lífi. Kata, eða Sprengju Kata, eins og hún er kölluð, hefur verið óþreytandi við að kynna efnafræði fyrir yngri kynslóðinni og henni tekst að koma þessu til skila á mannamáli, sem allir skilja. Það hefði verið eitthvað annað, ef efnafræðikennarinn minn hefði verið eins og Kata
Meðfygljandi er tengill við viðtal við Kötu, sem hún ætlaði að sýna okkur, en fann ekki. Þetta er vegna mikillar sýningar sem haldin var í Háskólabíói á síðasta ári og Kata sá um. Hún hafði ekki sofið mikið áður en viðtalið var tekið
https://www.youtube.com/watch?v=Or-tYWnNtnE