Fréttir
Lokaður kvöldfundur um innri málefni klúbbsins
Frábær mæting og skemmtilegar umræður
Í gær var haldinn lokaður kvöldfundur klúbbsins, þar sem þorramatur var í boði og síðan skemmtilegar og uppbyggilegar umræður um klúbbinn og innar starf. Almennt eru flestir ánægðir með starfið og allir eru ánægðir með félagsskapinn og þá góðu vináttu sem er á milli félaga í klúbbnum. Samþykkt var að lengja sumarfrí um eina viku og verður frí nú 5 vikur á sumri.
Í gær var lokaður kvöldfundur hjá RR. Mæting var mjög góð, en 45 félagar komu. Á borðum var frábær þorramatur og síðan voru skemmtilegar og uppbyggilegar umræður um innri málefni klúbbsins. Á meðal þess sem var rætt, var Facebook síðan okkar, vefsíðan okkar, mætingar og virkni félaga, aðkoma okkar að mannúðarverkefnum, nýir félagar og stefna þar. Samþykkt var að nýta sér ný lög Rótarý, þar sem dregið er úr fundarskyldu klúbba, til að lengja sumarfrí okkar um eina viku og stefna því að 5 vikna sumarfríi. Niðurstaðan er, að við erum ánægð með klúbbinn okkar og það má alltaf gera gott betra.