Fréttir
Lokaður kvöldfundur í kvöld
Innri málefni til umræðu - þorramatur og annað góðgæti
Árlegur kvöldfundur er í kvöld, með tilheyrandi þorramat og öðru góðgæti. Innri málefni klúbbsins eru til umræðu og vonandi verða fjörlegar umræður og hugmyndir um, hvernig má gera góðan klúbb betri.
Við viljum minna á lokaðan kvöldfund RR í kvöld á Radison Sögu. Í boði verður þjóðlegur matur og menn geta keypt sér "viðeigandi" drykki að vild til að njóta með kræsingum. Innri málefni klúbbsins verða rædd og það verður gaman að heyra skoðanir um hvað má betur fara í starfi klúbbsins. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Hugmyndir að umræðuefni eru eftirfarandi:
• Miðlar - upplýsingar
• Félagsmál - nýir félagar – markmið ársins
• Mætingar og þátttaka félaga – sérstaklega þeirra „yngri“
• Markmið ársins:
•Fjölgun félaga ?
•Framlag í Rótarýsjóðinn – erum undir meðaltali klúbba á Íslandi
•Verkefni til að styrkja – við erum ekki með mörg verkefni á dagskrá
•Ungmennastarf Rótarý
• Fundir – sumarfrí – eigum við að lengja það, eins og lög leyfa ?
• Önnur mál – löglega upp borin :-)