Fréttir

29.12.2016

Skemmtilegu niðjafundur fyrir yngri kynslóðina

Gleðilega hátíð

Fjölmenni var í gær á árlegum niðjafundi fyrir yngri kynslóðina.  Góður matur, jólasveinn, söngur og dans og gjöf frá jólasveininum til krakkana.  Jólasveinninn kom með svo mikið af nammi, að við fórum með afganginn og gáfum Barnadeild Hringsins það sem af gekk.

Það var mjög gaman í gær, þegar yngri kynslóðin fjölmennti í fylgd félaga á niðjafund á Sögu.  Eins og oft áður, var góður matur í boði - kjúklingar, franskar og kokteilsósan ómissandi.  Í eftirrétt var ísbar, þar sem allir fengu eitthvað við sitt hæfi.  Jólasveinninn mætti á svæðið og söng og dansaði með krökkunum. Í lokin fengu allir gjöf frá jólasveininum.  Hann var svo rausnarlegur, að hann kom með sælgætispoka fyrir mjög marga og við fórum á Barnadeild Hringsins og gáfum afganginn þar og var því fagnað þar.  Takk fyrir skemmtilegan fund.