Fréttir

15.12.2016

Aðventukvöld Rótarýklúbbs Reykjavíkur

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni og kvöldverður í Iðnó

Aðventukvöld Rótarýklúbbs Reykjavíkur var haldið 14.desember.  Að vanda stýrði Hjálmar Jónsson athöfn í Dómkirkjunni og á eftir var haldið í Iðnó, þar sem snæddur var kvöldverður og félagar okkar lásu úr bókum sínum.  Takk fyrir frábært kvöld.
Aðventukvöld Rótarýklúbbs Reykjavíkur var haldið í gær.  Byrjað var í Dómkirkjunni, þar sem félagi okkar Hjálmar Jónsson stýrði athöfn eins og hefð er orðin fyrir.  Þetta er orðin ómissandi þáttur í jólahaldi margra Rótarýfélaga.  Við eigum svo mikið af listamönnum í okkar hópi, að það er leitun að öðru eins.  Þetta var hátíðleg stund, Diddú, Jónas og Kjartan sáu um tónlistarflutning og Sigrún Ragna flutti hugvekju, m.a. um jólahald á Stykkishólmi.  Hjálmar hafði rætt um, að Egill gæti hugsanlega spilað létt jólalög í kirkjunni, en þegar hann frétti af því að Egill væri í Ástralíu, kom ein:

Jólin með hljóm og hlýju
og hátíðarblæ að nýju.
Koma nú senn
fyrir konur og menn
og Egil í Ástralíu.

Eftir athöfn, var haldið í Iðnó, þar sem veitingamenn matreiddu frábæran jólamat.  Þrír félagar okkar lásu upp úr bókum sínum.  Fyrstur las Davíð Á. Gunnarsson og á eftir honum kom Guðmundur G. Þórarinsson með innlegg úr sinni bók.  Eftir lestur Guðmundar kom Hjálmar með aðra:

Verkfræðingur viskuríkur
vekur anda minn.
Engum manni er hann líkur,
elsku drengurinn.
Að lokum las félagi okkar Sigurður Pálsson upp úr ljóðabók sinni, Ljóð muna rödd.  Að vanda var þetta frábært kvöld og við segjum bara takk fyrir okkur.