"Þegar siðmenning fór fjandans til - Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918".
Gunnar Þór Bjarnason flutti erindi á fundi þann 7.desember s.l.
Á fundi okkar á miðvikudag kom Gunnar Þór Bjarnason og flutti erindi, sem hann nefndi Stríðið mikla 1914-1918. Erindi Gunnars var frábært og það var mjög áhugavert að heyra lýsingar af stöðu mála í Evrópu áður en stríðið skall á. Heimsstríð kom reyndar mörgum mjög á óvart, þar sem ástand var almennt gott. Velmegun ríkti og hagvöxtur var góður og menn töldu sig hafa fundið leiðir að friði í álfunni. Þessu ástandi er mjög vel lýst í bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Styrjöldin hafði mikil áhrif á Íslandi. Fram að stríðinu, hafði verið uppgangur hér á landi - hagvöxtur var góður og hagur fólks almennt á uppleið. Ástandið versnaði mjög í stríðinu og efnahagur var orðinn slæmur í lok stríðsins. Gunnar lýsir þessu vel í bók sinni um stríðið, sem heitir: Þegar siðmenningin fór fjandans til : Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918.