Af hverju eigar íslendingar svo marga afreksmenn í íþróttum
Viðar Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands
Viðar Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands hélt erindi þann 30. nóvember s.l. og fjallaði þar um hugsanlegar ástæður þess, að íslendingar eiga svo marga afreksmenn í íþróttum. Það er ljóst, að það eru margþættar skýringar fyrir þessu og ekki er aðeins hægt að benda á bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar, þó að það sé hluti skýringar. VIðar hefur verið að rannsaka hvernig félagslegir þættir geta hugsanlega verið hluti skýringar. Smæð lands og fámenni getur þannig verið að hjálpa til. Menn þekkjast betur, það eru vinir sem eru að spila saman í liðum og liðsandi er almennt góður hjá íslenskum hópliðum. Erlendi þjálfarar hafa komið inn og kennt mönnum faglegri vinnubrögð og aga, sem hefur skilað sér í mun betra skipulagi en áður. Við eigum ekki endilega stærstu stjörnurnar eða bestu leikmennina, en samheldni og liðsandi er sterkara einkenni liðanna. Almenn þátttaka ungmenna í íþróttastarfi er einnig meiri hér á landi en í flestum löndum og það hefur einnig áhrif. Það er spurning, hvort að aukin atvinnumennska hér muni hafa góð áhrif eða ekki ? Það eru dæmi um lið annara þjóða, sem hafa lent í vandræðum, þegar stjörnur liðsins eru orðnar stærri en liðið ( í eigin augum ). Í spurningum frá gestum kom fram, að hugsanlega megi heimfæra þessar hugmyndir yfir á fleiri þætti, eins og listir, einstaklingsíþróttir, menntamenn. Almennt virðast íslendingar ná árangri víða langt umfram það sem "eðlilegt" mætti teljast miðað við mannfjölda. Takk fyrir gott erindi Viðar :)