Fréttir
Fundarefni í desember
Aðventan einkennir mánuðinn
Þrír reglulegir fundir í mánuðinum - síðan er aðventukvöld og niðjafundur fyrir yngra fólkið
Fundarefni desembermánaðar liggja nú fyrir. Eins og oft vill verða, þá eru almennir fundir í desember ekki margir. Þetta er dagskráin:
7. desember Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur mun fjalla um Stríðið mikla 1914-1918
14. desember Aðventukvöld - reglulegur fundur fellur niður
21. desember Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar mun fjalla um starfsemina.
28. desember Niðjafundur fyrir yngra fólkið - jólamatur og jólasveinn með glaðning.