Fréttir
Árshátíð í Hörpunni á morgun - 12.nóvember
Snæðum saman áður en farið er á óperuna
Hittumst klukkan 17:30-18:00 - hlýðum á Svein Einarsson, fáum okkur fordrykk, eitthvað verður leikið á píanó. Við snæðum síðan saman góðan kvöldverð, áður en haldið verður í óperuna Évgení Onegin.
Nú er komið að árshátíð - hún verður á morgun í tengslum við óperusýningu á Évgení Onegin í Hörpunni. Við ætlum að hittast á milli 17:30 og 18:00 og fá okkur fordrykk - hlusta á Svein Einarsson fræða okkur um óperuna og höfund hennar - hlusta aðeins á Egil spila eitthvað fallegt fyrir okkur - við borðum saman og síðan er farið í óperuna. Hlakka til að sjá ykkur á morgun.