Fréttir

9.11.2016

Úrslit kosninga í Bandaríkjunum

Silja Bára Ómarsdóttir flutti erindi um úrslitin

Niðurstaðan kom mörgum á óvart.  Skoðanakannanir voru alls ekki að sýna þessa niðurstöðu.  Menn verða að endurskoða margt varðandi

Silja Bára hélt mjög áhugavert erindi um kosningar í Bandaríkjunum og nokkuð óvæntan sigur Donald Trump. Við erum mjög þakklát Silju Báru fyrir að hafa komið, þar sem okkar fundur kom í kjölfar andvökunætur, þar sem hún var að fylgjast með gangi mála. Það er greinilegt, að miklar breytingar eru að verða í mörgum þjóðfélögum, þar sem niðurstöður kosninga eru í vaxandi mæli að verða mjög á skjön við skoðanakannanir. Það virðist sem reiði almennings yfir ríkjandi kerfi ráði sífellt meiru um niðurstöður. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með fyrstu skrefum Trump, eftir að þessum áfanga er náð - það er mikið undir fyrir alla !