Fréttir
Ólafur Þ. Harðarson - úrslit alþingiskosninga
Hvað er framundan
Margt mjög merkilegt við úrslit kosninga. Stjórnin féll, Samfylking býður afhroð, Framsókn með verstu kosningu frá upphafsdögum. Sigurvergarar eru einnig margir - Píratar stærsti flokkur utan fjórflokka frá upphafi. Aðeins Borgaraflokkur með betri kosningu en Viðreisn í fyrstu kosningu sinni. Sjálfstæðisflokkur með betri útkomu en skoðanakannanir sýndu.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, flutti fróðlegt erindi um úrslit alþingiskosninga um síðustu helgi. Margt áhugavert kom fram í máli Ólafs. Það er erfitt að meta hverjir eru stærstu sigurvegarar kosninganna. Árangur Pírata er mjög áhugaverður, þó að þeir hafi fengið minna fylgi en kannanir sýndu. Þeir eru stærsti flokkur eða bandalag utan hinna hefðbundnu fjórflokka frá upphafi. Árangur Viðreisnar er einnig mjög merkilegur og þeir ná næstbestu kosningu nýs flokks frá því að Borgarahreyfing Alberts Guðmundssonar fékk í byrjun. Það er einnig ljóst, að bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn geta nokkuð vel við unað.
Það getur orðið flókið að mynda stjórn eftir þessar kosningar. Það var í raun nokkuð áhugaverð tilraun hjá stjórnarandstöðuflokkum, að reyna að mynda ákveðið kosningabandalag fyrir kosningar. Þetta kerfi er mjög þekkt frá norðurlöndum, en engin hefð hefur verið fyrir slíku hér á landi. Þessi tilraun náði aldrei flugi, þar sem þessir flokkar náðu ekki þeim meirihluta sem þurfti til. Það er ljóst, að allir flokkar tala um að breyta umræðuhefð og vinnubrögðum, en þetta er enn sem komið er aðeins á borði. Það verður því mjög fróðlegt að sjá, hvernig úr mun spilast á næstu vikum.
Það einkennir úrslit, að frjálslyndari flokkar eru að fá nokkuð góða niðurstöðu. Þetta er ekki í samræmi við mörg lönd í kringum okkur, þar sem öfgaflokkar hafa verið að vaxa vegna óöryggis kjósenda. Þeir hafa í nokkrum mæli notað hræðsluáróður og barist gegn ferðafrelsi og jafnvel frjálsum viðskiptum á milli landa. Það má segja að uppgangur Trump í Bandaríkjunum sé af þessum meiði.
Takk fyrir skemmtilegt erindi, Ólafur :-)