Fréttir
Nokkrir miðar eftir á óperuna
Miðar í sölu fram á þriðjudaginn 1.nóvember
Um 14 miðar eftir. Þeir sem hafa áhuga geta enn nýtt sér afslátt og átt gott kvöld með RR félögum. Miðar fara úr okkar bókun og í almenna sölu á þriðjudag.
Miðasala Hörpunnar hafði samband og benti á, að um 14 miðar væru óseldir af okkar pöntun. Þeir geta ekki haldið miðum lengur en fram á þriðjudag, en þá fara miðar í almenna sölu. Afsláttur fellur þá niður. Það væri gaman að sjá fleiri félaga koma með á óperuna, þar sem þetta er líka árshátíð okkar :-)