Brexit þýðir óvissa fyrir marga
Jóhanna Jónsdóttir, fræðimaður hjá alþjóðastofnun Háskóla Íslands flutti erindi um Brexit og áhrif þess Bretland og aðra
Jóhanna Jónsdóttir, fræðimaður flutti áhugavert erindi um Brexit og hugsanleg áhrif þess á breskt efnahagslíf. Reyndar má segja, að þessi ákvörðun breta hafi áhrif á mun fleiri, þar sem ákveðin óvissa er ríkjandi i ESB vegna þessa og er jafnvel rætt um að fleiri ríki geti hugsað sér að gera eins og þetta gæti því þýtt endalok ESB eins og við þekkjum það í dag. Það kemur á óvart hve þessi niðurstaða virðist hafa komið mörgum á óvart og það er ljóst, að innan Bretlands var lítill undirbúningur hafinn fyrir væntanlegri útgöngu. Bretland er eitt stærsta markaðssvæði fyrir íslenskan fisk og auk þess eru bretar ein af grunnstoðum í vaxandi ferðaþjónustu. Þessi ákvörðun getur því haft mikil áhrif á stöðu Íslands. Skotar og N-írar eru ekki hrifnir af þessari niðurstöðu og það er jafnvel rætt um, að sérstaklega skotar íhugi sjálfstæði. Það er því mikið undir og það verður spennandi að fylgjast með næstu misserum. Reiknað er með, að bretar virki ákvæði 50. greinar ESB samnings frá og með mars á næsta ári og eftir það hafa menn 2 ár til að ná nýjum samningum.