Fréttir

19.10.2016

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins

Erindi um starfsemi leikhússins og hvað stendur til á yfirstandandi leikári

Mikil áhersla á lifandi leikhús og góða tengingu við áhorfendur.  Mikill uppgangur hefur verið á undanförnum árum og leikhúsgestum hefur fjölgað.

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins flutti erindi um "flottasta leikhús á Íslandi".  Margt áhugavert kom fram í máli Kristínar og er mjög gaman að sjá hve glæsileg starfsemi er í húsinu og hve mikinn metnað Kristín og hennar starfsmenn leggja í starfið.  Mikil áhersla hefur verið lögð á hugtakið "lifandi leikhús" og góð samskipti við leikhúsgesti.  Leikhúsgestum hefur fjölgað undanfarin ár og þakkar Kristín það mjög fjölbreyttu efnisvali, sem höfða til áhorfenda.