Fréttir
Umdæmisþing Rótarý
Kópavogur 14.-15. október
Rótarýklúbbur Kópavogs hélt glæsilegt umdæmisþing um síðustu helgi. Margt áhugavert kom fram á þinginu. Næsta þing verður í Mosfellssveit 6.-7. október 2017
Þingið hófst með þingsetningu í Digraneskirkju þann 14.október. Þar hélt m.a. erindi Styrmir Gunnarsson, erlendir gestir ávörpuðu þingið, flutt var tónlist og látinna félaga var minnst. Um kvöldið var móttaka hjá bæjarstjórn Kópavogs og fundur hjá Rótarýklúbbi Kópavogs.
Almenn þingstörf voru þann 15.októtóber. Dagskrá hófst með vinnustofum forseta, ritara og gjaldkera. Jón Karl Ólafsson, forseti RR og Anna Birna Jensdóttir, viðtakandi forseti RR sóttu þingið fyrir hönd RR. Fram kom, að reglur um fundarskyldu hafa verið rýmkaðar. Flestir klúbbar virðast vera í vandræðum með mætingu, sérstaklega yngri félaga. Fram kom, að í flestum löndum hefur félögum fækkað og er þessi breyting gerð til að reyna að finna svar við þeirri þróun. Í dag er í raun ekki gerð krafa um nema 2 fundi að jafnaði í mánuði hjá klúbbum - eða um 24 fundum á ári. Þetta mun væntanlega vera nýtt þannig, að sumarfrí getur verið lengra og klúbbar geta núna fellt niður fundi, ef ástæður kalla á slíkt.
Reikningar voru samþykktir og ný fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi starfsár. Rétt er að skoða aðkomu RR að Rótarýsjóðnum og þeim verkefnum sem unnin eru í nafni Rótarý. Klúbburinn hefur ekki verið mjög virkur í nýjum verkefnum og framlag okkar til sjóðsins eru undir meðaltali. Næsti umdæmisstjóri, Knútur Óskarsson bauð síðan til næsta þings í Mosfellsveit í október á næsta ári.
Kvöldskemmtun var síðan í Perlunni að kvöldi 15.október. Það var gaman að taka þátt í þingstörfum og það verður fróðlegt að sjá hvernig starfið gengur í vetur. Rótarýfélagar á Íslandi hafa haldið sér í tölu, en menn eru að skoða leiðir til að auka áhuga yngri aðila á þátttöku í starfi Rótarý.