Menningarkvöldið mikla
Fundurinn þann 27. apríl var með óhefðbundnu sniði. Hann var færður til kvölds og haldinn á Grand Hótel í Reykjavík.
Félagar klúbbsins ásamt mökum nutu fjölbreyttrar dagskrár sem góður hópur hafði sett saman, undir stjórn þeirra Hjálmars Jónssonar, Ragnheiðar Haraldsdóttiur, Kjartans Óskarssonar og Jóns Kristjánssonar. Dagskrána má skoða hér fyrir neðan, en það sannast enn sem fyrr að félagar klúbbsins búa yfir miklum listrænum hæfileikum og voru örlátir að leyfa okkur að njóta þeirra þetta kvöld.
Ljúf tónlist - Blásarasveit RR (Kjartan Óskarsson klarinett, Guðmundur G. Haraldsson, Þorkell Harðarson horn, fagott)
Örn Árnason kynnti dagskrá og fór með gamanmál
Tónlistaratriði leikin af klúbbfélögum - blásarasveit RR (Mozart þáttur úr Divertimentó)
Sveinn Einarsson las úr handriti bókar sem hann hefur ritað og bíður útgáfu
Tónlistaratriði leikið og sungið af klúbbfélögum (Harry L. Alford Bjór tónlist) - Blásarasveit RR
Jón Kristjánsson flutti stemmingar
Tónlistaratriði leikin og sungin af klúbbfélögum (Diddú, Jónas Ingimundarson, Þorkell Harðarson )
Hjálmar Jónsson flutti afstemmingar
Örn Árnason og Egill B.Hreinsson fluttu tvo jazz standarda
Jón Karl Ólafsson stýrði fjöldasöng og lék undir á píanó