Fréttir

4.5.2016

Rögnvaldur Björnsson útskýrði þyngdarbylgjur

Fertugasti fundur starfsársins hófst á því að forseti þakkaði hóp félaga klúbbsins sem stóð að Menningarkvöldinu mikla í síðustu viku.

Fyrirlesari fundarins var Dr. Gunnlaugur Björnsson vísindamaður, forstöðumaður háloftadeildar Raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Erindi hans bar heitið ,,Þankar um þyngdarbylgjur" en bylgjunar mældust fyrst nú nýlega, þann 14. september 2015 í Bandaríkjunum. Um er að ræða algjörlega nýtt fyrirbæri en Einstein hafði með Afstæðiskenningunni spáð fyrir um tilvist þeirra, um að tíminn gæti ,,verpst". Bylgjurnar skapa gríðarlitla hreyfingu. Bandaríkjamenn byggðu tvær mælistsöðvar til þessa verkefnis og skýrði Rögnvaldur félögum klúbbsins frá því hvernig mælingarnar fóru fram. Sönnun þess að þyngdarbylgjur eru til kom fram  vegna skjálftaatburðar þegar tvö svarthol runnu saman í eitt fyrir 1.3 milljónum ljósára og bylgjurnar sem urðu til við það skullu á jörðinni þennan haustdag í september síðastliðnum. Nú vinna Indverjar að því að byggja sínar mælingastöðvar og Bandaríkjamenn eru að endurbæta sínar stöðvar svo frekari rannsóknir eru að fara af stað á þessari tegund bylgna.

Á næsta fundi mun Jón Kristjánsson flytja erindi um Stjórnarskrármálið.