Fréttir
Tónleikar í Sóltúni á Rótarýdaginn
Laugardaginn 27. febrúar kl. 14:30 koma Rótarýfélagarnir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Kjartan Óskarsson klarinettuleikari fram á tónleikum í Sóltúni í Reykjavík.
Þau hafa fengið til liðs við sig þau Hrefnu Eggertsdóttur píanóleikara og Þorkel Jóelsson hornleikara. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af alþjóðlega Rótarýdeginum. Heimilisfólk Sóltúns og aðrir gestir eru boðnir velkomnir!