Fréttir

13.1.2016

Lýðræðisbyltingin sem aldrei varð

dr. Ragnheiður Kristjánsdóttir dósent í sagnfræði við HÍ

Dr.  Ragnheiður Kristjánsdóttir dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands hélt erindi um þær hugmyndir sem hafa komið fram um stjórnarskrána og æðsta skipulag ríkisins, allt frá aðdraganda stofnunar lýðveldisins til dagsins í dag. Erindi sitt byggði hún á nýlegum rannsóknum sínum um þetta efni. Í máli sínu rakti hún mismunandi áherslur á þingræði, m.a. kröfur Þjóðveldismanna frá 1942 um að gera þingið að samkomu þjóðfulltrúa og færa þjóðinni aftur raunverulegum kosningarétti eins og það var orðað í ávarpi þeirra 8. júní 1942. Ragnheiður rakti svo hvernig þessar áherslur komu aftur fram nú, á árunum eftir hrun, í aðdraganda forsetakosninganna 2012 og þingkosninganna 2013. Hvernig kröfur um þáttöku almennings um stefnumótun samfélagsins byggðu á tveimur ólíkum hugmyndastraumum – annars vegar á rótgrónum hugmyndum um forseta Íslands sem gæslumann þjóðarviljans og hins vegar um róttæka endurnýjun, grasrótarlýðræði og þátttökulýðræði.

Þetta var 24. fundur starfsársins.