Fréttir

30.12.2015

Niðjafundurinn

14 ára og yngri

Miðvikudaginn 30. desember var haldinn hinn árlegi Niðjafundur yngstu kynslóðarinnar. Hann var vel sóttur því rúmlega fimmtíu gestir komu á vegum félaga í klúbbnum. Fjöldi fundargesta var rúmlega 70 manns. Að venju var maturinn við hæfi yngstu kynslóðarinnar og boðið upp á ísbar á eftir. Verðandi forseti Jón Karl Ólafsson stjórnaði fundinum.

Ragnheiður Haraldsdóttir stallari las söguna um Fóu feykirófu fyrir félaga og gesti. Dansað var í kringum jólatréð, Jón Karl lék af fingrum fram á píanóið og krakkar og foreldrar eða ömmur og afar dönsuðu og sungu með. Jólasveinninn kíkti í heimsókn og átti góðan sprett með börnunum og gaf þeim að lokum vænan skammt af sælgæti og leyfði myndatökur af sér með börnum.