Fréttir

2.12.2015

Framtíðaráformin hjá ISAVIA - Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri

Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri ISAVIA hélt erindi um framtíðaráform fyrirtækisins. Nýverið var þróunaráætlun um uppbyggingaráform kynnt og Elín rakti í máli sínu þá umsvifamiklu starfsemi sem ISAVIA rekur, og lagði sérstaklega áherslu á Keflavíkurflugvöll í erindi sínu.

Spár um fjölgun ferðamanna hafa gengið eftir og gott betur. Í dag er flugstöðin fullnýtt, flugstæði vantar og stöðin í notkun nánast allan sólarhringinn. Afkastagetan er í hámarki. Uppbyggingaráformin eru fjölbreytt, meðal annars er verið að meta lagningu þriðju brautarinnar og alla stækkun og þróun svæðisins í heild, en slíkar framkvæmdir kosta milljarða og verða að gerast í takt við réttar spár um fjölgun ferðamanna.