Fréttir

18.11.2015

Haukur Gröndal kynnti balkantónlist

Og kosning til stjórnar næsta starfsárs

Haukur Gröndal, klarinett- og saxófónleikari kynnti félögum Rótarýklúbbs Reykjavíkur fyrir balkantónlist á 17. fundi starfsársins þann 18. nóvember. Haukur hafði með sér klarinettið og lék ýmis lög fyrir okkur og tóndæmi.Haukur_Gröndal

Haukur Gröndal, klarinett- og saxófónleikari kynnti félögum Rótarýklúbbs Reykjavíkur fyrir balkantónlist á 17. fundi starfsársins þann 18. nóvember. Haukur hafði með sér klarinettið og lék ýmis lög fyrir okkur og tóndæmi. Hann sagði frá því hvernig hann kynntist gyðingatónlist í Kaupmannahöfn sem svo leiddi til þess að hann sökkti sér í þessa sérstöku þjóðlagatónlist Balkanskagans, en einkennandi er erfiður, ójafn taktur og oft hraður. Klúbbfélagar kusu með leynilegri kosningu, fulltrúa í stjórn næsta starfsárs og viðtakandi forseta þarnæsta starfsárs.