Fréttir

11.11.2015

Ævi Einsteins

Á 16. fundi starfsársins þann 11. nóvember, flutti Þorsteinn Vilhjálmsson erindi og las úr nýútkominni bók sinni Ævi Einsteins, störf og áhrif.

Á 16. fundi starfsársins þann 11. nóvember, flutti Þorsteinn Vilhjálmsson erindi og las úr nýútkominni bók sinni Ævi Einsteins, störf og áhrif. Fróðlegt var að heyra af uppvexti og ferli þessa merka vísindamanns, en tímaritið Life Magazine kaus Einstein mann 20. aldarinnar við síðustu aldamót. Var þar ekki aðeins horft til hins alkunna framlags hans til vísinda, með afstæðiskenningu sinni, heldur einnig húmanísku hliðina á Einstein, þau áhrif sem hann hafði á samtíma sinn og samferðamenn með rödd sinni og skrifum.

Þorsteinn er prófessor emeritus (eðlisfræði og vísindasögu) og var ritstjóri Vísindavefs Háskóla Íslands 2000-2010.